AranjaNýsköpunarsjóðurNasdaqNasdaq

Eflum Englafjárfestingar á Íslandi

Félagasamtökin IceBAN - íslenskir englafjárfestar voru stofnuð 2. maí síðastliðinn.

Tilgangur IceBAN er að greiða fyrir og auðvelda fjárfestingar í fyrirtækjum sem eru í grunnuppbyggingu, vexti eða með þörf á endurskipulagningu og þurfa á fjármagni og þekkingu að halda. Félagið leitast við að skapa öflugt, persónulegt og faglegt tengslanet milli englafjárfesta og efla samvinnu og fagkunnáttu í kringum englafjárfestingar.

Félagið er stofnað að fyrirmynd samskonar samtaka í Noregi (NorBAN), Danmörku (DanBAN), Svíþjóð (SweBAN), og Finnlandi (FinBAN). Í gegnum það tengslanet verður miðlað þekkingu og reynslu til að skapa félagsmönnum IceBAN og fjárfestingum þeirra hin bestu skilyrði fyrir velgengni.

ICEBAN

IceBAN Launch Event X Iceland Innovation Week

Opnunarviðburður IceBAN fer fram þriðjudaginn 14. maí kl 17:30 á Iceland Innovation Week. Við bjóðum englafjárfesta velkomna til að gleðjast með okkur og þiggja léttar veitingar.

Áhugi á þátttöku