Um IceBAN
IceBAN er öflugt og faglegt tengslanet englafjárfesta með það að markmiði að greiða leiðina fyrir fjárfestingar í óskráðum fyrirtækjum.
Með því að tengja fjárfesta við hvor aðra og nýsköpunarverkefni stuðlum við að vexti nýsköpunar, auknum tækifærum fyrir frumkvöðla og sterkari brú milli fjármagns og nýrra tækifæra.
IceBAN vinnur markvisst að því að efla þekkingu, stuðla að samvinnu og skapa traust og uppbyggilegt umhverfi þar sem nýjar hugmyndir fá að þroskast og dafna.
Við trúum á mátt tengslanetsins sem hreyfiafl fjárfestinga, framfara og jákvæðra samfélagsáhrifa.
Markaðstorg IceBAN
Lokaðir Félagsviðburðir IceBAN
Fagkunnátta
og tengsl
Verkfærakista IceBAN
Sniðmát fyrir
englafjárfesta
Stjórn IceBAN
Á bakvið félagið standa reyndir fjárfestar, frumkvöðlar, og leiðtogar úr atvinnulífinu.

Jón I. Bergsteinsson
Stjórnarformaður
Svava Björk Ólafsdóttir
Framkvæmdastjóri

Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Ritari og meðstjórnandi

Marinella Haraldsdóttir
Gjaldkeri og meðstjórnandi

Hrönn Greipsdóttir
Meðstjórnandi
Steinar Dimon Björnsson
Varaformaður & Meðstjórnandi
Framkvæmdastjóri og dagleg starfsemi
Svava Björk er reynslumikill leiðtogi í vistkerfi nýsköpunar og hefur í gegnum árin verið þjálfari frumkvöðla og ráðgjafi á sviði nýsköpunar. Hún gegnir starfi verkefnastjóra frumkvöðla og nýsköpunar við Háskólann á Akureyri og er jafnframt stofnandi RATA, IceBAN og Hugmyndasmiða.
Sem framkvæmdastjóri IceBAN stýrir hún daglegri starfsemi, heldur utan um samskipti við fjárfesta, skipuleggur viðburði og fræðslu og vinnur að því að styrkja tengslanetið. Með markvissum hætti leitast hún við að tengja saman fólk, hugmyndir og fjármagn, tryggja rétt tækifæri innan netsins og styðja við uppbyggingu sterks og trausts fjárfestasamfélags.
IceBAN er svörun við eftirspurn
Fjárfestar sem hafa áhuga á að fjárfesta í sprotum og óskráðum félögum hafa hingað til ekki haft sameiginlegan vettvang til þess á Íslandi. IceBAN var stofnað í maí 2024 til að svara eftirspurn frá umhverfinu um að halda úti skipulögðu markaðstorgi fyrir fjárfesta, sem og viðburði sem tengja fjárfesta, til að efla fagkunnáttu og reynslu í. englafjárfestingum.
Allt með það að markmiði að auka líkur á árangri þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í.
Verkefnin okkar
IceBAN – Samtök íslenskra englafjárfesta – vinna að því að efla umgjörð og stuðningsumhverfi englafjárfestinga á Íslandi.
Við stöndum fyrir kynningum og fræðsluviðburðum víða um land þar sem fjárfestar og frumkvöðlar fá tækifæri til að tengjast, miðla reynslu og skapa tækifæri til vaxtar.
Við trúum því að tengsl, þekking og traust séu lykillinn að öflugu fjárfestasamfélagi – upplýstu, virku og samheldnu samfélagi sem skapar raunverulegan vettvang fyrir samstarf, vöxt og árangur.
Samtökin í tölum
2024
Stofnár
29
Fjöldi meðlima
70+
Fjöldi tækifæra sem hafa sótt um
7
Fjöldi fjárfestinga
(fyrirtæki sem hafa lokið fjármögnun eftir kynningar hjá IceBAN)