Fróðleikur
IceBAN leggur áherslu á að byggja upp fræðslu og miðla þekkingu um englafjárfestingar og vistkerfi nýsköpunar – bæði fyrir nýja og reynda fjárfesta, sem og sprotafyrirtæki. Markmiðið er að styðja við upplýstar ákvarðanir og bæta tengsl milli lykilaðila í vistkerfinu.
Við erum nú að þróa okkar eigið fræðsluefni sem byggir á íslensku samhengi og reynslu úr starfi samtakanna. IceBAN hlaut nýverið styrk úr Örvar-sjóði nýsköpunarráðuneytisins sem gerir okkur kleift að stórefla þetta starf.
Á næstu mánuðum munum við birta fjölbreytt og hagnýtt efni – bæði fyrir fjárfesta og frumkvöðla – og bjóða upp á sérhæfða fræðsluviðburði víða um land.