Sprotar
Sprotafyrirtæki eru ung, nýsköpunardrifin fyrirtæki sem þróa nýjar hugmyndir, vörur eða þjónustu. Þau eru oft á frumstigi og vinna að því að koma lausnum sínum á markað.
Sprotar eru drifnir áfram af frumkvöðlum, metnaði og skapandi hugsun – og gegna lykilhlutverki í að knýja fram tæknibreytingar, nýja nálgun og hagvöxt.
Þjónusta við sprota
IceBAN styður frumkvöðla með öflugri þjónustu sem eykur líkur á aðgengi að fjármögnun, tengslaneti og þekkingu.
Markmið okkar er að hjálpa frumkvöðlum að vaxa – frá hugmynd að veruleika.
Hvað býður IceBAN frumkvöðlum?
Aðgang að neti englafjárfesta
Frumkvöðlar skrá verkefni sín í umsóknarkerfi IceBAN sem mátar þau við áhugasama fjárfesta.Kynningartækifæri
Möguleiki á að taka þátt í pitch viðburðum þar sem frumkvöðlar og fjárfestar hittast og tengjast.Leiðsögn og stuðningur
Við veitum ráðgjöf og endurgjöf á kynningar, fjárfestingargögn og hvernig best er að stilla verkefnið upp fyrir fjárfesta – áður en frumkvöðull tekur þátt í pitch-viðburði.Fræðsla og tengslanet
Aðgangur að viðburðum, netum og samfélagi frumkvöðla og fjárfesta um allt land.
Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða ert með virka vöru eða þjónustu, getur IceBAN hjálpað þér að tengjast réttum fjárfestum og taka næstu skref.
Skrefin að tengingu við englafjárfesta - svona virkar ferlið
Frumkvöðlar sem vilja kynna verkefni sitt fyrir englafjárfestum skrá það í rafrænt umsóknarkerfi IceBAN. Þar hefst ferli sem miðar að því að tengja frumkvöðla við rétta fjárfesta og auka líkur á því að fjármögnunar markmiðum verði náð.
1. Skráning verkefnis
Frumkvöðull skráir verkefnið sitt í kerfið og lýsir hugmynd, lausn, teymi, markaði og framtíðarsýn, ásamt fyrirhugaðri fjármögnunarlotu. Þessar upplýsingar verða aðgengilegar fjárfestum og nýttar í áframhaldandi skimun.
2. Skimun og aðgengi fyrir fjárfesta
Starfsfólk IceBAN fer yfir innsendar umsóknir og skimar verkefnin með hliðsjón af gæðum, skýrleika og möguleikum. Öll verkefni sem standast grunnviðmið eru sett inn í kerfið og gerð sýnileg englafjárfestum sem geta metið þau út frá eigin áhugasviði og reynslu.
3. Val og kynningartækifæri
Fjárfestaráð IceBAN fer yfir verkefnin sem komast í gegnum skimun og velur þau sem fá að kynna sig á sérstökum pitch-viðburðum samtakanna, sem haldnir eru fjórum sinnum á ári.
Þeir sem ekki eru valdir í formlega kynningu geta samt vakið áhuga fjárfesta í kerfinu, þar sem öll samþykkt verkefni eru aðgengileg innan netsins.
4. Eftirfylgni og næstu skref
Ef áhugi kviknar á verkefni – hvort sem það er í gegnum kynningu eða gegnum kerfið – hefjast samtöl milli frumkvöðuls og fjárfestis. Það getur leitt til fjárfestingar, samninga og áframhaldandi samstarfs.
Ertu með hugmynd?
Ertu með hugmynd að nýrri lausn sem á framtíðina fyrir sér?
Skráðu hana í umsóknarkerfið okkar og tengstu fjárfestum sem leita að nýjum tækifærum og hjálpa verkefnum að ná flugi.